Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Samhugur í verki

Það er naumast samhugur prestastéttarinnar að einbeita sér strax að því að bæta útrásarprestum tapið á gjaldeyris-floppinu í stað að einbeita sér að koma til móts við þá sundrung og eymd sem ríkir hér á landi. Þessir menn fá borgað frá íslenska ríkinu í íslenskum krónum (bönunum) og því ættu þeir að njóta og/eða líða fyrir slíkt alveg eins og við hin. Þetta er spaugileg viðurkenning á fáránleika þessara embætta ef menn halda að þeir séu námsmönnum eða öðrum sem þurfa að dveljast erlendis eitthvað æðri.

Svo er greinilegt að algjört yfirflæði er á peningum hjá þessum fulltrúum guðs hér á landi því ég sá nýlega að tvö ný brauð voru vígð í vikunni þar sem annar þessara sendiboða fékk titilinn "tölvu-prestur biskupsstofu". Ekkert óeðlilegt við það eða . . . .


mbl.is Miðist við pund en ekki krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosninga-hljómur?

Æji en hvað þetta var nú sætt hjá honum Sigurði Kára sem barðist hér um árið fyrir því að alþingismenn þyrftu ekki að nota bindi á þingpöllum (þar var tímanum vel varið).

En ég tek þessum kosningarhljóm sjálfstæðismanna með með virktum því mér sýnist að flokkurinn sé að klofna frá varaformanni og niður. Lokisins komið alvöru hljóð í þennan hóp sem kennir sig við sjálfstæði einstaklinga hér á fróni.


mbl.is Niðurskurður en ekki skattar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásarvíkingar í skottinu?

Ég sé nú ekki alveg glæpinn við að rækta rollur og koma þeim á markað - ég hélt alltaf að slíkt væri kallaður landbúnaður? Þessu þarf að breyta - of mikið að milliliðum í Íslenskum landbúnanaði.
Hinsvegar mætti svo alveg greina um hversu mikill glæpur það hefði verið ef viðkomandi hefði verið gómaður með Jón Ásgeir, Bjöggana og Hannes Smára í skottinu - Ég myndi nú halda að hið ágæta yfirvald á Hvolfsvelli hefði nú horft í hina áttina ef svo hefði verið.
mbl.is Með kjöt af heimaslátruðu í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta öll samstaðan??

Hvað erum við skattgreiðendur búnir að borga mikið fyrir að halda þessum blessuðu bændum gangandi (þeas þessum bjúrókrötum í kringum landbúnað því ekki eru bændur að fá mikið fyrir sinn snúð). Væri ekki nær að sækja þessar krónur beint í ríkisstyrkinn sem þessi grey fá borgað í milljarða vís árlega frá okkur skattþegnum? Hversu miklar álögur ætla Framsóknarmenn að leggja á samlanda sína? Eru þeir ekki búnir að gera okkur nóg?
mbl.is Verð á mjólk hækkar um 10,39%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Helgi Vilhjálmsson núna

Mikið held ég væri nú upplífgandi fyrir forsvarsmenn lífeyrissjóðina að fá smá yfirhalningu frá Helga Vilhjálmssyni (Góu-kallinn) núna.

Kannski hann gæti bent mönnum á að nú er einungis ein vika síðan lífeyrissjóðirnir gáfu út yfirlýsingu þess efnis að lífeyrir myndi skerðast næstu árin sökum óráðsíu þeirra í fjárfestingum. ´

Hvað er maður búinn að heyra oft og mörgum sinnum að fjárfestingar lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði sé svo lítill að hann skipti í raun og veru engu máli í rekstri þeirra né afkomu - líti nú hver sér nær.

Ég held nú að menn þurfi aðeins að fara gera sér grein fyrir hlutverki sínu - hvort sem um er að ræða bankamenn, pólitíkusa nú eða framkvæmdarstjóra lífeyrissjóða.


mbl.is Lífeyrissjóðir skoða Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samningatækni 101

Voru menn virkilega að eyða lungað úr deginum til að komast að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið ætlar að borga uppsetta fjárhæð? Hvað fóru margir lítrar af kaffi í þetta samkomulag?

„Hagfræðingar okkar telja að eignir bankans mæti þessu að mestu og því mun líklega nást upp í megnið af þessum skyldum því innistæðurnar eru forgangskröfur.“ Óljóst sé hvað falli á ríkið, flest bendi til að það verði ekki háar upphæðir.

Halló - var ekki Philip Green að bjóða 10% í skuldir baugs sem hljóða upp á ca 300 milljarða í Landsbankanum. 10% eru samkvæmt mínum útreikningum 30 milljarða. Hvaða aðrar eignir á Landsbankinn, fyrir utan góða byggingarlóð við Austurstræti og ómetanlegt listaverkasafn, til að setja upp í þessa 600 milljarða? Eru menn virkilega að reikna með að geta selt skuldirnar án nokkurra affalla? Það er nú ekki eins og það standi röð manna fyrir utan hverja verslun Baugs með fullar hendur fjár, tilbúnir að borga yfirverð fyrir viðskiptavild ofl eins og baugur hefur gert sl ár.

Hvernig væri nú að okkur almenningi væri birtur listi yfir kröfur og eignir svo við getum nú sjálf reiknað þetta út - því á endanum verða þetta okkar skuldir í formi minni þjónustu og hækkandi skatta - sama hvort þessir peningar komi frá IMF eða Pútín.


mbl.is Ábyrgjumst 600 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta virkilega forgangsatriði??

Í miðjum efnagasþrengingunum þar sem pressan liggur fyrst og fremst á lækkun stýrirvaxta og stöðuleika í gjaldeyrismálum - þá er þessari ósk Seðlabankans hrinnt eins og eldingu í framkvæmd.

Fer ekki að verða tímabært að þessir snillingar fari að slíta sig frá vínarbrauðunum og fari að huga að peningmálum þessar lands sem skipta meira máli?


mbl.is Heimildir korta lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Johnny Cash

43a3068b-002aa-02e58-400cb8e1An American said:
   
*'We have George Bush, Stevie Wonder,
 
   Bob Hope, and Johnny Cash.'*
 
 
 
*And an Icelander replied:
 
*'We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope,
 
   and no Cash'.

Komdu fagnandi Ágúst

lh-hatedAdolf Hitler, O.J. Simpson, Charles Manson, Ayatollah Khomeini, George Bush, Saddam Hussein, Pol Pot, Imelda Marcos og nú Davíð Oddson.
Allt eru þetta fólk sem ég met ekki að verðleikum.

Þar af leiðandi býð ég þig hjartanlega velkominn Ágúst í minn hóp; hóp fólks sem dæmir ekki fólk af skoðunum sínum heldur verkum þess og framkvæmdum. Því það er eitt að hugsa illan gjörning en annað að framkvæma.




 


mbl.is Ágúst Ólafur: Vill að seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós depill í dimmviðri daganna

Var staddur erlendis sl viku og er því búinn að vera að vinna mig niður úr blaðabunkanum. Fann hér eina alveg afbragðs fyrirsögn úr 24 stundum sem birt var þann 4 sl. Svona fyrirsagnir eru svo sannarlega bjartur depill í tilveruna. Svo má nú alltaf deila um þroska undirritaðs við að gleðjast yfir svona en hey . . . why not

 

korstjori

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband