Grín og glens að norðan

Alltaf sama glensið í olíubransanum svona á föstudögum.

Tökum þetta sem dæmi:

Ef maður keypti 40 ltr af bensíni í hverri viku í heilt ár þá myndir þetta líta svona út:

40ltr * kr 183,40  * 52 vikur = kr. 381,472

40ltr * kr 194,90   * 52 vikur = kr. kr. 405,392

Samtals sparnaður upp á 23,920 eða 6%

. . . . flokkast það sem verðstríð?

Mér finnst skrítið að að ekki skuli hafa verið upphrópunarmerki fyrir aftan fyrirsögnina og að hún skuli ekki hafa verið skrifuð með rauðu letri.


mbl.is Eldsneytisverðstríð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þarna ertu að gera ráð fyrir að þetta svokallað "verðstríð" verði í heilt ár, þetta verður búið á innan við viku svo þessi sparnaður sem þú ert með þarna er töluvert minni.. 23.920/52 = 460kr í það heila, um 0,999% 8)

Þessir svokölluðu afslættir hjá bensínfélögum hér er bara 1 stór brandari, fólk að eltast við 1-2 krónur í afslátt (sem það er í flestum tilvikum) af 200 krónum per lítra er til einskis, maður eyðir "sparnaðinum" að keyra auka vegalengdina á bensínstöðina þar sem afslátturinn er!!

En það er rétt hjá þér alltaf grín og glens hjá þessum bensínbarónum 8)

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.10.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband