Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Þorgerði í landsliðið

Að sjálfsögðu á háttvirtur menntamálaráðherra (og starfandi forsætisráðherra) ekki að láta þetta neikvæða hjal um hækkandi skuldir heimilanna, vaxandi atvinnuleysi, lækkun krónunnar, verðbólgu né fjárhagsvanda fyrirtækja og fleiri "leiðindarmál" sem virðast tröllríða Íslensku samfélagi þessa stundina hafa áhrif á áhuga sinn á vinsælum íþróttum. Mestu máli skiptir að hún verði á staðnum og styðji stelpurnar okkar til góðs - hvað sem það kostar.

Sjálfur herðir maður bara sultarólina og hvetur stelpurnar til dáða;

- Fyrir framan sjónvarpið sem nýlega hækkaði gjaldskrá sína
- í hlýjunni heima sem í morgun var tilkynnt um að myndi hækka um 10%
- inni á heimilinu mínu sem ég virðist alltaf eiga minna og minna í

Áfram Ísland !

 


mbl.is Þorgerður Katrín: Ætla að öskra mig hása
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður með hreðjar í lagi

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, er maður að mínu skapi. Hann er greinilega laus við þann slæma pólitíkusa sið að gera frekar ekki neitt heldur en að taka ákvörðun sem gæti orkað tvímælis. Hann stígur hér fram með hreinum og beinum hætti og yfir allar vest-evrópskar kellingabækur sem einkennast af endalausu umburðarlyndi gagnvart brotamönnum.

Verður fróðlegt að fylgjast með tölfræði barnaníðs á næstu árum eftir að Donald er búin að sprauta þá niður.


mbl.is Vill láta vana barnaníðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læsið hurðum og lokið gluggum - kallinn er kominn í loftið

loksins loksins lét maður verða af því að taka þátt í samfélagsumræðunni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband