Samningatækni 101

Voru menn virkilega að eyða lungað úr deginum til að komast að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið ætlar að borga uppsetta fjárhæð? Hvað fóru margir lítrar af kaffi í þetta samkomulag?

„Hagfræðingar okkar telja að eignir bankans mæti þessu að mestu og því mun líklega nást upp í megnið af þessum skyldum því innistæðurnar eru forgangskröfur.“ Óljóst sé hvað falli á ríkið, flest bendi til að það verði ekki háar upphæðir.

Halló - var ekki Philip Green að bjóða 10% í skuldir baugs sem hljóða upp á ca 300 milljarða í Landsbankanum. 10% eru samkvæmt mínum útreikningum 30 milljarða. Hvaða aðrar eignir á Landsbankinn, fyrir utan góða byggingarlóð við Austurstræti og ómetanlegt listaverkasafn, til að setja upp í þessa 600 milljarða? Eru menn virkilega að reikna með að geta selt skuldirnar án nokkurra affalla? Það er nú ekki eins og það standi röð manna fyrir utan hverja verslun Baugs með fullar hendur fjár, tilbúnir að borga yfirverð fyrir viðskiptavild ofl eins og baugur hefur gert sl ár.

Hvernig væri nú að okkur almenningi væri birtur listi yfir kröfur og eignir svo við getum nú sjálf reiknað þetta út - því á endanum verða þetta okkar skuldir í formi minni þjónustu og hækkandi skatta - sama hvort þessir peningar komi frá IMF eða Pútín.


mbl.is Ábyrgjumst 600 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála, það á að leggja spilin á borðið og fá sem hæst verð fyrir eignir bankanna. Ef við fáum rússalánið, getum við andað rólegar í bili og notað tímann í að koma draslinu í verð. Engin ástæða til að taka fyrsta boði.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband