Samhugur í verki
30.10.2008 | 12:48
Það er naumast samhugur prestastéttarinnar að einbeita sér strax að því að bæta útrásarprestum tapið á gjaldeyris-floppinu í stað að einbeita sér að koma til móts við þá sundrung og eymd sem ríkir hér á landi. Þessir menn fá borgað frá íslenska ríkinu í íslenskum krónum (bönunum) og því ættu þeir að njóta og/eða líða fyrir slíkt alveg eins og við hin. Þetta er spaugileg viðurkenning á fáránleika þessara embætta ef menn halda að þeir séu námsmönnum eða öðrum sem þurfa að dveljast erlendis eitthvað æðri.
Svo er greinilegt að algjört yfirflæði er á peningum hjá þessum fulltrúum guðs hér á landi því ég sá nýlega að tvö ný brauð voru vígð í vikunni þar sem annar þessara sendiboða fékk titilinn "tölvu-prestur biskupsstofu". Ekkert óeðlilegt við það eða . . . .
Miðist við pund en ekki krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.