Þorgerði í landsliðið
25.9.2008 | 13:45
Að sjálfsögðu á háttvirtur menntamálaráðherra (og starfandi forsætisráðherra) ekki að láta þetta neikvæða hjal um hækkandi skuldir heimilanna, vaxandi atvinnuleysi, lækkun krónunnar, verðbólgu né fjárhagsvanda fyrirtækja og fleiri "leiðindarmál" sem virðast tröllríða Íslensku samfélagi þessa stundina hafa áhrif á áhuga sinn á vinsælum íþróttum. Mestu máli skiptir að hún verði á staðnum og styðji stelpurnar okkar til góðs - hvað sem það kostar.
Sjálfur herðir maður bara sultarólina og hvetur stelpurnar til dáða;
- Fyrir framan sjónvarpið sem nýlega hækkaði gjaldskrá sína
- í hlýjunni heima sem í morgun var tilkynnt um að myndi hækka um 10%
- inni á heimilinu mínu sem ég virðist alltaf eiga minna og minna í
Áfram Ísland !
![]() |
Þorgerður Katrín: Ætla að öskra mig hása |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað meinar þú Hinrik? Hún er nú þegar klappstýra allra landsliðanna.
Haukur Nikulásson, 25.9.2008 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.