Hvar er Helgi Vilhjálmsson núna
13.10.2008 | 15:09
Mikið held ég væri nú upplífgandi fyrir forsvarsmenn lífeyrissjóðina að fá smá yfirhalningu frá Helga Vilhjálmssyni (Góu-kallinn) núna.
Kannski hann gæti bent mönnum á að nú er einungis ein vika síðan lífeyrissjóðirnir gáfu út yfirlýsingu þess efnis að lífeyrir myndi skerðast næstu árin sökum óráðsíu þeirra í fjárfestingum. ´
Hvað er maður búinn að heyra oft og mörgum sinnum að fjárfestingar lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði sé svo lítill að hann skipti í raun og veru engu máli í rekstri þeirra né afkomu - líti nú hver sér nær.
Ég held nú að menn þurfi aðeins að fara gera sér grein fyrir hlutverki sínu - hvort sem um er að ræða bankamenn, pólitíkusa nú eða framkvæmdarstjóra lífeyrissjóða.
Lífeyrissjóðir skoða Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Reyndar heldur Netamaður að það sé í sjálfu sér út úr kú að tala um að ráðstafa fé lífeyrissjóðanna, það verður allt af okkur tekið upp í skuldir þjóðarinnar erlendis. En séu menn að hugsa um þetta í alvöru, er þetta þvílíkt hámark ósvífninnar, að það hálfa væri þriðjungi of mikið. Fyrir það fyrsta er þetta brot á lögum um lífeyrissjóði.
Netamaðurinn (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.