Er þetta öll samstaðan??

Hvað erum við skattgreiðendur búnir að borga mikið fyrir að halda þessum blessuðu bændum gangandi (þeas þessum bjúrókrötum í kringum landbúnað því ekki eru bændur að fá mikið fyrir sinn snúð). Væri ekki nær að sækja þessar krónur beint í ríkisstyrkinn sem þessi grey fá borgað í milljarða vís árlega frá okkur skattþegnum? Hversu miklar álögur ætla Framsóknarmenn að leggja á samlanda sína? Eru þeir ekki búnir að gera okkur nóg?
mbl.is Verð á mjólk hækkar um 10,39%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gummih

Ef þú heldur að landbúnaður sé einhver ölmusa þá hefurðu rangt fyrir þér. Beingreiðslur til landbúnaðar var fyrirkomulag sem var á sínum tíma tekið upp til hagsbóta fyrir verkafólk, þetta var gert til að lækka verð á landbúnaðarafurðum til neytenda, ekki til að hækka laun bænda ef þú heldur það. Þetta er hlutur sem jafnar kjör innan þjóðfélagsins, því þeir sem njóta þessa hlutfallslega mest eru fjölskyldur með lága innkomu.

Margir hefðu helst viljað afnema öll gjöld af erlendum landbúnaðarafurðum samtímis því að afnema alla styrki til landbnúnaðar hér og það án þess að fá nokkra einustu tollarímkun frá öðrum þjóðum á móti. Meira að segja þó að landbúnaður innan ESB njóti gríðarlegra styrkja. Ef þetta fólk hefði fengið sínu framgengt þá hefðu lang flestir bændur gefist upp á framleiðslu meðan gengi krónunnar var sterkt og þá væri hér lítill sem enginn landbúnaður í dag - við hefðum þurft að flytja mjólk til landsins - sem þessa dagana hefði þýtt að hér væri svo gott sem mjólkurlaust.

 Málið er auðvitað það að bændur eru að verða fyrir svakalegum skakkaföllum, áburður er stór kostnaðarliður fyrir kúabú en hann er allur fluttur inn, hann tvöfaldaðist í verði í fyrra, og mun líklega gera það aftur í ár! Kjarnfóður er líka flutt inn sem þýðir miklar hækkanir vegna gengisþróunar og þar að auki er heimsmarkaðsverð á korni að rjúka upp (reyndar líka heimsmarkaðsverð á öllum landbúnaðarafurðum) - í rekstri kúabúa er olíukostnaður nokkur líka, við þekkjum hvernig hann hefur þróast.

Bændur eru að horfast í augu við aukningu í rekstrarkostnaði sem nemur tugum og aftur tugum prósenta - þessi 10% hækkun núna eru algjörir smámunir í samanburði við það og er meira að segja undir verðbólgu.

Þú talar um samstöðu. Samstaða er góð og það er mikilvægt að sýna fólki samstöðu á þessum tímum, og þá helst þeim sem verða fyrir mestu skakkaföllunum.  Á meðan ég og þú horfum á launin okkar standa í stað meðan allt hækkar í verðbólgunni þá sjá bændafjölskyldur líka öll innkaupin sín til heimilisins hækka, en launin þeirra, sem eru rekstrarafgangur þeirra af búrekstri,  hafa sko ekki staðið í stað heldur lækkað um tugi prósenta - og það er aðstaða sem erfitt er að vera í.

gummih, 15.10.2008 kl. 16:26

2 identicon

Það er einmitt þessi áróðurs maskína sem hefur komið því til að leiðar að þið,bændur hirða milljarða af skattfé einstaklinga, til þess eins að halda sjálfum ykkur í sveitakofunum.

Ef þið hefðuð fengið að dafna án afskipta ríkisins, þá ættuð þið að vera ríkasta stétt landins. með mikla gæðavöru á flestum stigum.

En þið erðu enn á ríkisjötunni eins og heimaalið lamb, og jarmið í kór ef einhver reynir að andmæla ykkur.

runar (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: gummih

Rúnar Ingi: Þar sem þú varst svo huggulegur að tilkynna mér það hástöfum á blogginu mínu að þú hefðir svarað mér þá finnst mér sjálfsagt mál að svara þér á móti.

Þú talar um áróður. Hvað er áróður í þínum augum? Eitthvað sem er ósatt eða þá bara eitthvað sem þú vilt ekki heyra? Ef ég hef farið með rangt mál þá vil ég að ég sé leiðréttur, en sumir vilja greinilega bara gjamma. Svo talarðu í sífellu um "þið bændur" til hverra ertu að beina þeim orðum? Ég ætla að vona að þú sért ekki að beina þeim bara út í loftið.

Það er svo ófyrirleitið af þér að segja að bændur séu að hirða milljarða af skattfé einstaklinga, eins og kom fram hér að ofan eru beingreiðslur ráðstöfun sem ríkið greip til í þeim tilgangi að koma öllu samfélaginu til góða. Það væri alveg eins fjarstæðukennt að kvarta yfir því að kennarar séu að hirða milljarða af skattfénu okkar. (Og talandi um styrkina, vissir þú að allur kostnaður skógræktar ríkisins er oft inni í tölum um "Styrki til bænda" vegna þess að hún fellur undir landbúnaðarráðuneytið. Þetta á við um ýmislegt annað)

Svo ertu með fullyrðingar um hvernig bændur ættu að vera ríkasta stéttin, mér og vafalaust mörgum öðrum þætti gaman að sjá hvernig þú reiknar það út. Því bændur þurfa innkomu til að verða ríkir og ef það ætti að afnema beingreiðslurnar þá þyrfti sú innkoma sem myndi gera þá svona ríka öll að koma beint úr vasa neytenda - er það þinn draumur? Því trúðu mér, bændur gætu orðið mjög ríkir næstu árin ef þeir myndu láta græðgi stjórna verðlagningu á búvörum. Það mun samt aldrei gerast, landbúnaðarvörur eru verðlagðar hóflega og ef óeðlilegar hækkanir á landbúnaðarvörum færu að koma fram sem skýrast ekki af þróun á verðlagi þá myndi ríkið lækka beingreiðslurnar, þannig að beingreiðslurnar virka líka sem nokkurs konar hemill á óeðlilegum hækkunum. Það má annars vel vera að rétta leiðin sé að afnema þær bara og treysta því að frjálshyggja í verðlagningu á landbúnaðarafurðum sé rétta leiðin.

Það hefur annars orðið mikil framþróun í landbúnaðinum, búin eru að stækka í hagkvæmari einingar, gæði mjólkur hafa aukist og bændur eru að leita nýrra leiða til að bæta framleiðsluna og reksturinn. T.d. hefur ræktun á korni margfaldast undanfarin ár, með áframhaldandi árangri þar mun þörf á innfluttu kjarnfóðri minnka. Aðrir jákvæðir hlutir sem eru að gerast er m.a. að sífellt fleiri bændur fá núorðið verktaka til að heyja fyrir sig, sem er miklu mun hagkvæmara en að hver og einn bóndi þurfi að fjárfesta í dýrum tækjakosti til þess. Allt þetta hefur orðið til þess að bændur hafa verið þess megnugir að taka á sig gríðarlega mikla aukningu í rekstrarkostnaði búa. En nú er sú aukning að verða það mikil að þeir standa ekki undir því lengur og verða að hækka verðið. Þú minnist á vöruþróun en hún hefur líka verið mjög góð og frá íslenskum landbúnaði fáum við mikla gæðavöru á flestum stigum og núna síðustu ár hafa verið stigin mjög mikilvæg skref í útflutningi á íslenskum landbúnaðarvörum.

Svo gerirðu þarna í lokin einhverja tilraun til að líkja bændum við lömb. Þú segir orðrétt "En þið erðu enn á ríkisjötunni eins og heimaalið lamb, og jarmið í kór ef einhver reynir að andmæla ykkur." Ég hef svosem ekki mikið yfir þessu að segja. Það voru ekki bændur sem voru að kvarta. Það er hér verið að kvarta yfir því að mjólk hækki í verði. Bændur voru einungis að hækka verðið á þeirri vöru sem þeir framleiða til þess að nema upp hluta af þeim skakkaföllum sem þeir hafa orðið fyrir og það er einfaldlega fullkomnlega eðlilegt að gera slíkt. En taktu samt eftir því að þeir eru bara að nema upp hluta af sínum skakkaföllum með þessari hækkun en þeir eru samt að taka á sig meiri kjaraskerðingu en þú og ég. Mér þætti gaman að sjá allar stéttir landsins gera slíkt hið sama, og þá kannski sérstaklega smásala og heildsala.

gummih, 16.10.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband